Um okkur

Ljosmyndari.is hefur frá árinu 2002 boðið einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum upp á námskeið í ljósmyndun, stúdíótökum, almennum myndatökum og Photoshopvinnslu bæði á Höfuðborgarsvæðinu svo og úti á landi.  Leiðbeinandi á þeim námskeiðum er Pálmi Guðmundsson.

Þann 30. júní 2009 var vefurinn Fjarnamskeid.is opnaður formlega. Fjarnamskeid.is er með þægilegt viðmót og kennsluefnið er skipulega sett upp. Pálmi Guðmundsson er höfundur kennsluefnis, texta, ljósmynda og skýringamynda.

Hvort sem þú leitar að námskeiði fyrir þig sem byrjenda eða lengra komna í ljósmyndun, þá er Fjarnamskeid.is hentug lausn,  þar sem þú ræður hraðanum og getur hvenær sem er og hvar sem er, skoða námsefnið aftur og aftur.

Ef marka má viðbrögð þeirra fjölmörgu sem hafa nýtt sér þjónustu okkar á undanförnum árum er ljóst að fólk kann vel að meta það sem fjarnamskeid.is stendur fyrir og það spyrst út. Fyrir það erum við afar þakklát.

Fjarnámskeið.is er rekið af:

Íslensku ljósmyndaþjónustunni ehf.  (sem einnig rekur ljosmyndari.is)
Kennitala  580108-1560,

Netfang: info@fjarnamskeid.is
GSM 898 3911