Ljósmyndanámskeið á netinu. Lærðu öll undirstöðuatriðin í ljósmyndun !

Fyrir myndavélar, snjallsíma og videotökuvélar

  • Þú ræður tímanum og þínum hraða
  • Þú hefur aðgang að öllu námsefninu í 365 daga
  • Þú hefur aðgang að kennsluefninu og allan heim
  • Þú getur framlengt námskeiðið um 1 eða fleiri ár
  • Mjög mikið af fróðleik um ljósmyndun er í boði
  • Fyrir byrjendur og lengra komna
  • Þú getur sent inn fyrirspurnir til leiðbeinanda sem er alltaf á vaktinni

Hægt er að skoða námsefnið í öllum tölvum, snjalltækjum og snjallsímum.

UMSAGNIR NEMANDA.
Þetta námskeið hentar mér fullkomlega á þessum tímapunkti til að fá þekkingu á ljósmyndun en ekki síst hjálpar það mér til að læra á myndavélina mína og fá sjálfstraust gagnvart því að nota hinar ýmsu stillingar hennar. Annað sem er frábært er að geta alltaf nálgast kennsluefnið á vefnum, hvar sem maður er staddur og líka að fá námskeiðsgögn sem miðast við þá týpu af myndavél sem ég á. Ég sé ekki eftir að hafa nýtt mér þessa leið til að læra ljósmyndun sem fyrsta skref í að brjóta ísinn gagnvart því að nýta mér ljósmyndakennslu.
– Unnur Karlsdóttir, Fljótsdalshéraði.

Ég skráði mig í fjarnámskeið á netinu og það er skemst frá því að segja að það opnaðist nýr heimur fyrir mér í samandi við ljósmyndun. Mjög gagnlegt og ítarlegt námsefni og kostur að hafa aðgang að öllum námsgögnum í heilt ár svo maður hafði alltaf aðgang að upplýsingum ef maður hafði gleimt einhverju eða var ekki viss um einhverjar stillingar.
– Dagur Óskar Guðmundsson, Ólafsfirði

Ég var með ársáskrift og nýtti mér það óspart, fór fyrst hratt yfir efnið, og fór svo reglulega inná vefinn þegar einhverjar spurningar skutu upp kollinum. Og oftar en ekki fékk ég svör við því sem ég leitaði eftir.
– Ingvar Ingvarsson, Reykjavík

Ég var mjög ánægð með námskeiðið og notaði það mikið, mjög góð kennsla alltaf hægt að fletta upp og lesa, líka skemmtilegt.
– Þórunn Jónsdóttir, Þorlákshöfn

Eiginlega var það ekki beint skóli fyrir mig heldur frekar uppsláttarrit þar sem ég gat alltaf ef ég var í vafa með eitthvað opnað námskeiðið og alltaf fann ég það sem ég var að leita að. Þannig hefur þetta gagnast mér alveg sérstaklega vel, námskeiðið er líka það vel uppsett að það er einfalt að finna það sem mann vantar. Ég mæli alveg með þessu fjarnámskeiði.
– Ásmundur Kjartansson, Akureyri

Er mikill dellu-áhugaljósmyndari. Hef tekið myndir og unnið þær frá 13 ára aldri. Er núna 74 ára.  Eftir að stafræna tæknin kom til sögunnar hef ég ekki framkallað á gamla mátann. Fjarnámskeið hóf ég í jan. á þessu ári, 2018. Fyrst rendi ég hratt yfir allt og las betur í góðu tómi. Síðan hef ég tekið fyrir ákveðin atriði og skoðað nákvæmlega. Að því loknu tekið próf. Í því fellst einnig lærdómur því oft eru spurningarnar svolítið villandi. Stundum hef ég þurft að taka prófið tvisvar til að ná því 100%, en það var ekki oft. –  Námskeiðið hefur nýst mér mjög vel þrátt fyrir langa reynslu.
– Sigurður Harðarson Kópavogi.

Ég tók á sínum tíma heilsárs námskeið og fannst námskeiðið um margt mjög gott og mikinn fróðleik þar að finna um bæði vél og ljósmyndum í heild. Hafði margvíslegt gagn af lestrinum varðandi hina ýmsu möguleika vélarinnar og ekki síður hvernig bæri að bera sig að/hafa í huga við ljósmyndum. Í  heildina var námskeiðið mjög gott og mikla þekkingu um efnið að finna þar.
– Hildur B. Halldórsdóttir, Neskaupstað

Ég tók fjarnámskeið í ljósmyndun, hefur það hjálpað mér mikið að skilja betur stillingar á myndavélinni. Það er mikill kostur að geta alltaf flett upp ef spurningar vakna. Fyrir þá sem ekki geta nýtt sér að fara á verklegt námskeið get ég fyllilega mælt með þessu fjarnámskeiði. Takk fyrir.
– Guðjón Bjarnason Ísafirði

Fjarnámskeiðið í ljósmyndun hefur hjálpað mér mjög mikið í stillingum á myndavélinni við ýmsar aðstæður þegar maður er að taka myndir. Ég hef verið að selja svolítið af myndum og þessi góðu ráð um hvað ber að hafa í huga í sambandi við sölu á myndum kemur sér mjög vel fyrir mig. Ég er einnig búinn að læra að nota photoshop mun betur en gat gert áður. Þetta námskeið er mjög gott í alla staði fyrir þá sem vilja læra meira í sambandi við ljósmyndun.
– Guðlaugur B. Birgisson Neskaupstað.

NÁMSEFNIÐ:

• Myndavélar 38 teg.
• Stillingar á myndavélum
• Stillingar í snjallsímum
• Myndvinnsla í snjallsímum
• Ýmis öpp fyrir snjallsíma
• Videotaka
• Videovinnsla
• Ljósop og hraði
• White Balance
• Pixlar
• RAW og jpg
• Format stillingar á tækjum
• Filterar
• Mismunadi lýsing
• Flöss
• Auka flöss
• Stúdíólýsing
• Almennt um myndatökur
• Ýmsar myndatökur
• Stúdíomyndatökur
• Myndbygging
• Hvernig er myndin tekin
• Linsur
• Vandamál & lausnir ofl.
• Þrif á myndflögu
• Geyma myndir
• Skipulegga myndasafnið
• Að skanna ljósmyndir
• Selja ljósmyndir
• Myndabankar
• RAW vinnsla
• Photoshop
• Panorama myndataka
• HDR myndataka
• Lightroom

Yfir 100 krossapróf spurningar.

Þann 30. júní 2009 var vefurinn Fjarnamskeid.is opnaður formlega. Fjarnamskeid.is er með þægilegt viðmót og kennsluefnið er skipulega sett upp.

Hvort sem þú leitar að námskeiði fyrir þig sem byrjenda eða lengra komna í ljósmyndun, þá er Fjarnamskeid.is hentug lausn,  þar sem þú ræður hraðanum og getur hvenær sem er og hvar sem er, skoðað námsefnið aftur og aftur.

Pálmi Guðmundsson er höfundur kennsluefnis, texta, ljósmynda og skýringamynda.