Spurningar & svör

HVERSU LENGI STENDUR NÁMSKEIÐIÐ YFIR
- Nemendur hafa fullan aðgang að námsefninu í 1 ár frá skráningardegi.


HVAР KOSTAR NÁMSKEIÐIÐ
- Fyrir 12 mánaðar tímabil kostar fjarnámskeið 14.900 kr. eða um 40 kr. á dag. Hægt er að skrá sig í fjarnámið hvenær sem er og fá nemendur 12 mánaða ótakmarkaðann aðgang. Nemendur geta tekið þátt í námskeiðinu þegar þeim hentar á þessum 12 mánaðar tíma.
 
  
ER HÆGT AÐ KAUPA STYTTRI TÍMA EN 1 ÁR
- Nei, það er eingöngu í boði 12 mánaðar áskrift. 


ER HÆGT AÐ KAUPA LENGRI TÍMA EN 1 ÁR
- Já, það er hægt að fá framlengingu á námskeiðið og er þá greitt aðeins hálft gjald fyrir það. 
 
 
HVAÐ GERIST EF ÉG GLEYMI NOTANDANAFNINU MÍNU EÐA LYKILORÐINU
- Þú einfaldlega smellir á línunu "týnt lykilorð" og skráir inn netfangið þitt. Sjálfvirkt kerfi sendir um hæl notendanafn þitt og/eða lykilorðið í tölvupósti og þú kemst þá strax inn á vefsíðuna.
 
 
ER HÆGT AÐ SKOÐA NÁMSEFNIÐ Í ÖLLUM TÖLVUM
- Já það er hægt, einnig í Ipad og Iphone
 

FYRIR HVERJA ER NÁMSKEIÐIÐ
- Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja:
* læra á sína myndavél 
* ná góðum  tökum á stafrænu tækninni 
* vilja taka enn betri myndir
 
ER NÁMSKEIÐSEFNIÐ Á ÍSLENSKU
- Já allt námskeiðsefnið er á íslensku

 
ER NÁMSKEIÐIÐ BÆÐI FYRIR LITLAR OG STÓRAR VÉLAR
- Námskeiðið er fyrir allar tegundir myndavéla, litlar og stórar.
 
ER SÉR NÁMSEFNI FYRIR ÁKVEÐNAR TEGUNDIR MYNDAVÉLA
- Já, það er mjög góðar leiðbeiningar á Íslensku fyrir ýmsar tegundir myndavéla.

 
•  ÞURFA NEMENDUR AÐ SKILA INN VERKEFNUM
- Nei, nemendur fá ekki nein verkefni.
 
• TAKA NEMENDUR PRÓF Á MEÐAN NÁMSKEIÐIÐ STENDUR YFIR
- Nemendur geta tekið stöðupróf í mörgum námskeiðshlutum og séð niðurstöðuna sína strax. 
 
 
HVAÐ ÞARF VIÐKOMANDI AÐ HAFA TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í FJARNÁMSKEIÐINU
- Aðgang að Netinu og vera skráður notandi.

 
HVERNIG GENGUR SKRÁNINGIN Á NÁMSKEIÐIÐ FYRIR SIG.
- Þú smellir á hnappinn NÝSKRÁNING og fyllir út í þar til gerða reiti. Sendir það áfram. Þá færðu staðfestingarpóst þar sem þú sérð að skráningin hafi tekist. Þú þarf svo að greiða námskeiðsgjaldið í banka og þá opnast aðgangur að síðunni þinni innan 48 klst.  Ef einhver annar greiðir fyrir nemandann þá þarf sá hinn sami að setja í skýringarreitinn í heimabankanum,  fyrir hvern hann er að greiða.


GETUR NEMANDINN KOMIST INN Á SÍÐUNA SÍNA HVAR SEM ER
- Já, á ef hann hefur aðgang að Netinu.


ER HÆGT ER AÐ SENDA INN FYRIRSPURNIR UM HVAÐ EINA ER TENGIST LJÓSMYNDUN
- Já það er hægt í gegnum tölvupóst.


• HVER REKUR ÞESSA ÞJÓNUSTU
- Íslenska ljósmyndaþjónustan ehf.
Kt. 580108-1560